Hjá Prentun.is starfar fólk með gríðarlega reynslu í faginu. Í gegnum árin höfum við farið í gegnum miklar tæknibyltingar ásamt því sem internetið hefur rutt sér til rúms og haft mikil áhrif á auglýsinga- og grafíska markaðinn.

Með tilkomu vefmiðla má ætla að hlutdeild prentunar ætti að minnka. Að einhverju leiti er það satt en að sama skapi hefur notkun á prentmiðlum breyst til muna og hafa fyrirtæki meira samræmt notkun á miðlum til að ná árangri. Upplög hafa minnkað en tegundum verkefna hefur fjölgað að sama skapi mikið. Samkvæmt erlendum rannsóknum er prentun að aukast mikið í nýmarkaðsríkjum í t.d. Asíu og Afríku á meðan samdráttur hefur verið í vestrænum ríkjum. Ritaðar hafa verið margar greinar um dauða prentiðnaðar á undanförnum árum. Reyndin hefur verið allt önnur.